Ógleymanlegt útsýni yfir hafið af Ránni
Veitingastaðurinn Ráin skartar ógleymanlegu útsýni yfir Faxaflóann og til Reykjavíkur. Staðurinn hefur verið starfræktur í 11 ár og er elsta veitingahúsið í Keflavík í eigu sama aðila. Ráin er alhliða veitingahús með einu fullkomnasta eldhúsi landsins, en í desember sl. var tekinn í notkun nýr og glæsilegur veitingasalur og rúmar nú um 350 manns í mat í einu. Mikil aðsókn er í veisluhöld og einkasamkvæmi, sem standa þá jafnan til miðnættis, en þá er staðurinn opnaður almenningi.Opið er í mat í hádeginu kl. 11-15 og á kvöldin kl. 18-22 og þá er „a la carte“ matseðill. Matseðlinum er breytt reglulega og því er alltaf eitthvað nýtt og spennandi á boðstólnum. Í hádeginu á fimmtudögum og föstudögum er hlaðborð með heitum og köldum réttum.Lifandi tónlist hefur verið á föstudags- og laugardagskvöldum sl. 11 ár og verður að sjálfsögðu einnig í allt sumar. „Húsið er nánast fullt allar helgar, en þá eru um 3-400 manns hér inni“, segir Björn Vífill Þorleifsson, eigandi staðarins. Meðalaldur gesta er þá í kringum 30 ár, svo að blandan af ungu og eldra fólki er því nokkuð góð.