Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ógeðslegt útgáfuhóf í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 3. október 2024 kl. 11:01

Ógeðslegt útgáfuhóf í Reykjanesbæ

Verðlaunahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson heldur  yndislega ógeðslegt útgáfuhóf í Eymundsson í Reykjanesbæ laugardaginn 5. okt kl. 12:00. Bókin Skólaslit 3: Öskurdagur er komin út og því ber að fagna á meðan siðmenningin heldur, segir í tilkynningu frá Forlaginu.

Á staðnum verða gefins plaköt, happdrætti þar sem þú getur unnið áritað eintak af bókinni og allir sem mæta í búning fá sérstakan glaðning! Svo verða allar Skólaslits-bækurnar á sérstöku tilboðsverði.

Um bókina: Endalokin nálgast! Myrkrið hefur sigrað. Ísland verið lagt í rúst. Þau örfáu sem eftir lifa hafa leitað skjóls á litlum víggirtum bóndabæ á Reykjanesinu. En þau geta ekki falið sig endalaust. Handan við hornið bíður þeirra barátta upp á líf og dauða, þar sem eitt er víst: Það munu ekki allir lifa af. Bókin inniheldur líka smásöguna JÓLASLIT sem gerist á milli bóka 2 og 3.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024