Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ofurhetjur flykktust í bókasafnið
Ofurhetjurnar voru heillaðar af sýningunni Ofurhetjur fara sínar eigin leiðir. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:55

Ofurhetjur flykktust í bókasafnið

Ofurhetjuuppskeruhátíð var haldin í Bókasafni Reykjanesbæjar í gær, fimmtudaginn 1. september, þar sem tilkynnt var hvaða grunnskóli Reykjanesbæjar var duglegastur að lesa í sumar og voru allir krakkar og foreldrar þeirra hvattir til að mæta (í ofurhetjubúningum) snæða popp og horfa á ofurhetjumynd saman.

Börn í Reykjanesbæ hafa verið rosalega dugleg að lesa í sumarlestri bókasafnsins í ár því eins og allir vita þá þarf að æfa sig oft og mikið til þess að verða meistari! Það var Myllubakkaskóli sem hafði nauman sigur á Njarðvíkurskóla sem hafnaði í öðru sæti og í því þriðja var Holtaskóli. Sá skóli sem sigrar fær í verðlaun bókaúttekt fyrir skólabókasafnið sitt sem nemur 50.000 kr. Þeir skólar sem lenda í öðru og þriðja sæti fá hvor um sig 25.000 fyrir skólabókasafnið sitt. Í ár var þátttakan í sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar góð og fjölgaði þátttakendum talsvert milli áranna 2021 og 2022. Bókasafnið hefur fjölbreytt og skemmtilegt lestrartengt efni fyrir allan aldur frá leikskólabörnum og upp úr. Forsvarsmenn Bókasafns Reykjanesbæjar segja það ánægjulegt hvað bæjarbúar eru duglegir að nýta sér bókasafnið, þeir þökkuðu kærlega fyrir sg og sögðust hlakka til vetursins þar sem í boði verðu fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla bæjarbúa.

Þegar búið var að opinbera úrslitin var ofurhetjumyndin Lego: Batman sýnd með íslensku tali. Popp og djús var á boðstólum sem ofurhetjurnar nutu með myndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ofurhetjusýning í Átthagastofu

Við sama tilefni var opnun á nýrri sýningu í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar þar sem ýmisr munir tengdir ofturhetjum eru tal sýnis. Sýningin Ofurhetjur fara sína eigin leiðir vekur athygli á heimi teiknimyndasagna í ýmsu formi. Bókasafn Reykjanesbæjar hefur að geyma fjölbreyttan safnkost, þar á meðal teiknimyndasögur (það er líka lestur að lesa teiknimyndasögur). Safnið fékk einnig að láni gripi frá Nexus og öðrum góðvinum bókasafnsins. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins og mun standa til lok október. Ungir sem aldnir sem hafa áhuga á ofurhetjum eru hvattir til að kíkja í heimsókn og skoða sýninguna og taka bók.


Börn og fullorðnir skemmtu sér vel á uppskeruhátíðinni eins og meðfylgjandi myndir sýna sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók við tilefnið.

Ofurhetjuuppskeruhátiíð í Bókasafni Reykjanesbæjar 2022