Öflugt starf í Listasafni Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar stóð fyrir sjö sýningum í sal safnsins í Duushúsum á liðnu ári auk þess að aðstoða við sýningarhald í bæjarfélaginu.
Þetta kemur fram í ársskýrslu Listasafnsins fyrir árið 2005 og segir á vef Reykjanesbæjar að ljóst sé að öflugt starf hefur verið unnið í safninu á s.l. ári.
Eftirtaldar samsýningar voru haldnar í safninu:
Sænskt listgler frá Hönnunarsafni Íslands, Erlingur Jónsson og samtímamenn, Eiríkur Smith og konurnar í Baðstofunni og einkasýningar Kristínar Gunnlaugsdóttur, Martins Smida og Húberts Nóa. Textilverk Ásu Ólafsdóttur í eigu safnsins voru til sýnis í desember.
Listasafnið aðstoðaði jafnframt við sýningarhald annars staðar í bænum og er sýningarrýmið Suðsuðvestur t.d. sjálfstætt útibú frá Listasafninu, með eigin sýningarstefnu og stjórn en rekið með aðstoð safnsins. Þar voru haldnar 12 sýningar árið 2005 og færir bærinn sérstakar þakkir til forsprakkanna í Suðsuðvestri, þeirra Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur og Thelmu Jóhannesdóttur.
Búið er að skrá alla safneignina og á safnið nú 437 verk sem flest eru til sýnis í og við stofnanir bæjarins. Á síðasta ári bættust við 64 verk að verðgildi kr. 3.331.000. Listaverkasjóður fékk kr. 1.000.000 á fjárhagsáætlun til kaupa á listaverkum, því sem munar, kom inn sem gjafir. Á meðal annarra verkefna listasafnsins er Listaskóli barna.
Listasafnið fékk kr. 4.200.000 í styrki árið 2005 og fjölgaði fjárhagslegum bakhjörlum safnsins frá fyrra ári er Nesprýði og Landsbankinn bættust í hópinn. Þau fyrirtæki sem fyrir voru eru: Samkaup, Sparisjóðurinn í Keflavík, Íslandsbanki og Hitaveita Suðurnesja og eru þeim færðar bestu þakkir í skýrslunni. Safnasjóður styrkti safnið um kr. 1.000.000.
Auk menningarfulltrúa er einn starfsmaður við listasafnið, Jóhannes Kjartansson.
Listasafnið sér um rekstur menningarmiðstöðvarinnar í Duushúsum og þar var tekið á móti 29.726 gestum á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og í fyrra. Gestir voru ýmist að sækja sýningar, tónleika eða mæta í móttökur. Í Duushúsunum eru auk listsýninganna; sýning frá Poppminjasafninu og Bátasýning Gríms Karlssonar.
Af vef Reykjanesbæjar
Þetta kemur fram í ársskýrslu Listasafnsins fyrir árið 2005 og segir á vef Reykjanesbæjar að ljóst sé að öflugt starf hefur verið unnið í safninu á s.l. ári.
Eftirtaldar samsýningar voru haldnar í safninu:
Sænskt listgler frá Hönnunarsafni Íslands, Erlingur Jónsson og samtímamenn, Eiríkur Smith og konurnar í Baðstofunni og einkasýningar Kristínar Gunnlaugsdóttur, Martins Smida og Húberts Nóa. Textilverk Ásu Ólafsdóttur í eigu safnsins voru til sýnis í desember.
Listasafnið aðstoðaði jafnframt við sýningarhald annars staðar í bænum og er sýningarrýmið Suðsuðvestur t.d. sjálfstætt útibú frá Listasafninu, með eigin sýningarstefnu og stjórn en rekið með aðstoð safnsins. Þar voru haldnar 12 sýningar árið 2005 og færir bærinn sérstakar þakkir til forsprakkanna í Suðsuðvestri, þeirra Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur og Thelmu Jóhannesdóttur.
Búið er að skrá alla safneignina og á safnið nú 437 verk sem flest eru til sýnis í og við stofnanir bæjarins. Á síðasta ári bættust við 64 verk að verðgildi kr. 3.331.000. Listaverkasjóður fékk kr. 1.000.000 á fjárhagsáætlun til kaupa á listaverkum, því sem munar, kom inn sem gjafir. Á meðal annarra verkefna listasafnsins er Listaskóli barna.
Listasafnið fékk kr. 4.200.000 í styrki árið 2005 og fjölgaði fjárhagslegum bakhjörlum safnsins frá fyrra ári er Nesprýði og Landsbankinn bættust í hópinn. Þau fyrirtæki sem fyrir voru eru: Samkaup, Sparisjóðurinn í Keflavík, Íslandsbanki og Hitaveita Suðurnesja og eru þeim færðar bestu þakkir í skýrslunni. Safnasjóður styrkti safnið um kr. 1.000.000.
Auk menningarfulltrúa er einn starfsmaður við listasafnið, Jóhannes Kjartansson.
Listasafnið sér um rekstur menningarmiðstöðvarinnar í Duushúsum og þar var tekið á móti 29.726 gestum á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og í fyrra. Gestir voru ýmist að sækja sýningar, tónleika eða mæta í móttökur. Í Duushúsunum eru auk listsýninganna; sýning frá Poppminjasafninu og Bátasýning Gríms Karlssonar.
Af vef Reykjanesbæjar