Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Öfluðu fjár með menningarveislu
Gunnar Kvaran sellóleikari lék fimm lög á samkomunni í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 14. desember 2015 kl. 09:46

Öfluðu fjár með menningarveislu

Sannkölluð menningarveisla var haldin í Útskálakirkju í gærkvöldi þegar þar var haldin fjáröflunarskemmtun hollvina Unu í Sjólyst.

Skemmtunin var haldin til að afla fjár til styrktar starfseminni í Sjólyst, húsi Unu Guðmundsdóttur.

Þeir tónlistarmenn sem komu fram voru Ragnheiður Gröndal, Gunnar Kvaran sellóleikari ásamt undirleikara, Sísí Ástþórsdóttir þátttakandi úr Voice ísland og þá spiluðu bræðurnir Júlíus og Tryggvi nokkur lög á gítar og sungu.

Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona las minningar Unu um leiklist í Garðinum frá fyrstu tíð til ársins 1977.

Tilkynnt var um vinningsljóðin í Dagstjörnunni, ljóðasamkeppni í nafni Unu í Sjólyst og Anna Hulda Júlíusdóttir djákni flutti hugleiðingu á aðventu.

Myndin var tekin á samkomunni í gærkvöldi. Nánar verður greint frá ljóðasamkeppninni í Víkurfréttum á fimmtudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024