Offinn opnar með stæl í kvöld
Það verður heldur betur mikið um dýrðir á Laugardagskvöldið þegar Stærsti skemmtistaður landsins opnar á nýjan leik. Staðurinn er reyndar að opna í fyrsta sinn fyrir almenna Íslendinga því Officera klúbburinn, eins og nafnið gefur til kynna, var eingöngu ætlaður officerum Bandaríska hersins þegar hann réð ríkjum á Vallarheiðinni við Keflavík. Það er Concert, fyrirtæki Einars Bárðarsonar sem hefur tekið staðinn á leigu og hefur síðustu vikur verið að fínpússað staðinn og gera hann tilbúinn undir Íslenska aðmírála og djamm herforingja.
SKÍMÓ, STUÐMENNN OG ÞÚ OG ÉG FAGNA 30 ÁRA STARFSAFMÆLI
Dagskrá opnunar kvöldsins er ekki af verri endanum en stórsveitirnar Skítamórall og Stuðmenn verða aðal bönd kvöldsins og síðan verður fjöldi skemmtiatriða. Diskó dúettinn Þú og Ég, þau Helga Möller og Jóhann Helgasson munu taka comback en dúettinn fagnar 30 ára starfsafmæli í ár. Herbert Guðmundsson kemur og flytur nýja útgáfu af eilífðarsmellinum Cant Walk Away. Hljómsveitin U2 Project sem er gæluverkefni meðlima Sálarinnar hans Jóns míns, Lands og Sona og Sixties mun taka nokkur vel valinn U2 lög og síðast en ekki síst verður þýski teckno nazistinn Micka Frurry á staðnum og "scotterar" í gegnum nokkur vel valinn lög. Það er svo hinn eini sanni Atli Skemmtanalögga sem stýrir danstónlistinni á milli atriða.
MIKIÐ LAGT Í VIÐHALDA UPPRUNALEGUM STÍL OFFICERANNA
"Við erum búin að sauma officera búninga á allt starfsfólk staðarinns en það þarf nú um það bil 25 manns bara til þess að opna staðinn. Þannig að það er öllu tjaldað til. Við höfum líka farið í smá andlits lyftingu að innan en auðvitað er staðurinn náttúrulega goðsögn sem seint verður hægt að skerpa mikið á með meiri málningu. En við erum samt að gera skemmtilega hluti inni til að ná fram tengingunni við varnarliði og öllu sem þeim tengdist" segir Einar Bárðarson
VALGEIR MEÐ STUÐMÖNNUM Á NÝ - SKÍMÓ FYRIR MIÐNÆTTI - STUÐMENN FRAM Á NÓTT
Núna á laugardagskvöldið opnar húsið klukkan 21:00 en það svo hefst formleg dagskrá strax um 22:00 fyrir miðnætti koma Skítmórall, U2 project, Micka Frurry, Þú og Ég og Herbert Guðmundsson en svo eru það Stuðmenn með Valgeir Guðjónsson sem stýra dansleiknum fram á nótt
RÍKISLEYNDARMÁL UPPUM ALLA VEGGI
Á Officera klúbbnum skemmtu fyrirmenn bandaríska hersins sér allt frá því að herinn tók sér stöðu á Vallarheiði. Fáir staðir á Íslandi hafa verið sérstaklega hannaðir til skemmtanahalds en Officera klúbburinn er til dæmis sá eini á Íslandi með sérstöku bílastæði sem er yfirbyggt fyrir gesti þegar þeir yfirgefa bifreiðina svo eitthvað sé nefnt. Íslensku hljómsveitirnar Lúdó & Stefán, Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Trúbrot, Júdas, Óðmenn og Hljómar léku fyrir Bandaríkjamennina á klúbbnum en gróskann í kringum starfsemina á Vellinum náði að sjálfsögðu líka til skemmtanabransans. Þeir örfáu íslendingar sem voru þeirra heiðurs aðnjótandi að komast inná Officera klúbbinn á gullöld hans voru nánast teknir í guðatölu .
FRÁBÆR DAGSKRÁ FYRIR ÁRIÐ 2009 - FÆRRI EN STÆRRI VIÐBURÐIR
Officera kúbburinn mun verða opin með jöfnu millibili út árið. Þó er ekki hugmyndin að þar sé opið um hverja helgi. Um er að ræða færri en stærri viðburði sem munu leiða skemmtanalífið á suðvestur horninu. í Apríl verða stórdansleikir með Sálinni og seinna með Skímó. Bergásballið annálaða verður í maí ásamt risa Eurovision partý en þá munu fyrrum sigurvegari Eurovison keppninar koma til Íslands sérstaklega til að taka lagið á Officera Klúbbnum. Í Júní verður endurtekið hið svokallaða StriksBall sem haldið var um jólin við mikinn fögnuð. Sálin kemur svo aftur í ágúst og svo verður Diskópinninn Páll Óskar með risashow á Ljósanótt en þá heimsækja um 20.000 manns Reykjanesbæ
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Þeir sem vilja fylgjast með dagskránni næstu vikur og mánuði er bent á facebook grúppuna "Offinn" og svo er hægt að skrá sig á www.offinn.is. Það er umboðs og viðburðar fyrirtækið Concert sem rekur Officera Klúbbinn. Síminn hjá Concert er 517 2727
BLÓMASTRANDI MANNLÍF Á VALLARHEIÐI
Mannlífið blómstrar á Vallarheiði í Reykjanesbæ þessar vikurnar. Skólahús eru þéttsetin, íþróttahúsið á Vallarheiði er vel sótt og það sama má segja um margt annað í þessari fyrrum herstöð. Ýmis tómstundastarfsemi er rekin á Vallarheiði við miklar vinsældir og þá hefur Virkjun mannauðs á Reykjanesi fengið inni í um 1600 fermetra húsnæði á Vellinum þar sem er að verða til fjölbreytt starfsemi.