Ófeiminn og á kafi í félagsstörfum
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Frosti
Aldur: 14 ára
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Golf, körfubolti, félagsstarf
Frosti Kjartan er fjórtán ára gamall og stundar körfubolta og golf af miklum krafti. Hann er á kafi í félagsstörfum og segist vera mjög ófeiminn og duglegur einstaklingur. Frosti er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Enska því það er góður kennari.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Freysteinn, Heimir eða PJ vegna íþrótta.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar Sölvi kastaði kúst í brunabjölluna.
Hver er fyndnastur í skólanum? Ég.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Söknuður með Villa Vill.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Herupasta sem er heimagert pasta sem fænka mín bjó til.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Air.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Gúmmíbát, bensín og GPS-tæki.
Hver er þinn helsti kostur? Að vera ófeiminn.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta flogið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í meira nám.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Bestur.