Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Of Monsters And Men tilnefnd til MTV verðlauna
Þriðjudagur 31. júlí 2012 kl. 14:51

Of Monsters And Men tilnefnd til MTV verðlauna

Hljómsveitin vinsæla, Of Monsters And Men heldur áfram sigurgöngu sinni um heiminn en nú hefur sveitin verið tilnefnd til veðlauna á bandarísku MTV tónlistarstöðinni. MTV mun halda sína árlegu verðlaunahátíð nú í haust og meðal þeirra sem tilnefnd eru til verðlauna á hátíðinni er einmitt íslenska hljómsveitin.

Tilnefningin er fyrir bestu listrænu stjórnun í myndbandinu við lagið Little Talks en það lag hefur notið mikilla vinsælda eins og flestum er kunnugt. Aðrir sem eru tilnefndir í sama flokki eru m.a. Lana Del Rey, rapparinn Drake og Katy Perry.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024