Of Monsters And Men semja við Universal
Þær fregnir voru að berast í hús að hin vinsæla hljómsveit, Of Monsters And Men, hafi rétt í þessu verið að skrifa undir samning við útgáfurisann Universal, en sveitin sigraði Músiktilrauir árið 2010 og hefur átt góðu gengi að fagna síðan þá.
Samningurinn felur í sér að frumraun sveitarinnar, My head is an animal verður komið í dreifingu um öll Bandaríkin til að byrja með, en svo verður plötunni jafnvel dreift víðar um heimsbyggðina. Þeir sem ekki vita deili á hljómsveitinni hafa þá sennilega ekki hlustað á útvarp síðastliðið hálft ár eða svo því lag sveitarinnar, Little talks hefur fengið þar gríðarlega spilun. Nú er annað lag með sveitinni, King and lionheart farið að hljóma ótt og títt á öldum ljósvakans og hefur plata sveitarinnar einnig fengið góða dóma.
VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson