Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Of Monsters and Men lækka flugið
Föstudagur 20. apríl 2012 kl. 09:26

Of Monsters and Men lækka flugið



Plata hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, My Head is an Animal, fellur í 12. sæti ameríska Billboard listans, úr því 6. frá í síðustu viku. Listinn var birtur í gær. Þá er platan nú í 5. sæti yfir rokkplötur vikunnar en var í því fyrsta í síðustu viku.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá Íslendingum að hljómsveitin hefur náð ótrúlegum árangri á Bandaríkjamarkaði á kömmum tíma og er plata hennar, My Head Is An Animal, komst t.a.m. í 6. sæti bandaríska breiðskífulistans, Billboard. Hljómsveitin spilaði þá fyrir troðfullum sölum á mánaðarlöngum Bandaríkjatúr en er  þessa dagana í stuttu stoppi hér á landi áður en haldið verður í tónleikaferð um Evrópu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024