Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum síðdegis
Hljómsveitin Of Monsters and Men mun halda stórtónleika í Hljómskálagarðinum í kvöld. Sveitin hefur ekki spilað á tónleikum hér á landi síðan hún fór í tónleikaferðalag fyrir nokkrum mánuðum.
Tónleikarnir hefjast kl. 18 og er aðgangur ókeypis. Hljómsveitin Mammút og söngkonan Lay Low munu sjá um upphitun.
Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Bylgjunni.