Of Monsters And Men hljóta EBBA verðlaunin
EBBA verðlaunin 2013 (European Border Breakers Awards) verða afhent á Eurosonic Noorderslag hátíðinni í kvöld. Hátíðin er einn af hápunktum tónlistariðnaðarins í Evrópu. Verðlaunin eru afhent tíu nýliðum í tónlistarsenunni sem hafa vakið athygli og náð árangri út fyrir sinn heimamarkað. Suðurnesjafólkið Brynjar Leifsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir eru meðal hljómsveitameðlima.
Meðal fyrri verðlaunahafa eru Adele, Mumford and Sons, Lykke Li, The Fratellis, Katie Melua og Damien Rice.
Hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá hljómsveitinni þar sem hún þakkar fyrir sig.