Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Of Monsters and Men hjá Leno í kvöld
Jay Leno ásamt nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men.
Mánudagur 10. desember 2012 kl. 09:49

Of Monsters and Men hjá Leno í kvöld

Byrja tónleikaröð í Japan í janúar. Búið að bóka marga tónleika 2013.

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men munu koma fram í Tonight Show, spjallþætti Jay Leno, í kvöld. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem hljómsveitin kemur fram í þættinum, sem er einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Frægðarsól sveitarinnar heldur áfram að rísa og framundan er annasamt ár í tónleikahaldi.
 
Stutt er síðan hljómsveitin kom fram í vinsælum þætti Graham Norton á BBC í Englandi.
Leikarinn Matt Damon verður gestur þáttarins, að sögn heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar NBC.com. Ekki er ljóst hvort að sveitin muni einungis taka lagið eða verða til viðtals.

Hljómsveitin hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum síðustu misseri. Til dæmis hefur hljómsveitin náð bestum árangri íslenskra hljómsveita á bandaríska Billboard-listanum, en platan My Head Is an Animal náði sjötta sætinu á listanum í sumar. Og í síðustu viku valdi vefurinn Amazon.com, sem er ein vefverslun veraldar, plötuna þá bestu árið 2012.

Í síðustu viku birti CBS sjónvarpsstöðin ítarlegt viðtal við hljómsveitina og myndband með þeim á vef sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur komið víða fram á árinu og birst í sjónvarpsþáttum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau voru meðal annars tilnefnd til MTV verðlauna fyrir myndband sitt við lagið Little talks.

Nú þegar er búið að bóka hljómsveitina á tónleika víða um heim á næsta ári. Hún mun hefja árið á ferð til Japans um miðjan janúar en næsta sumar er búið að bóka tónleika í Lúxemburg, Skotlandi, Noregi og í Brasilíu svo einhverjir staðir séu nefndir.

Stemmning eftir tónleika í Kanada í haust. Meðfylgjandi myndir er af heimasíðu sveitarinnar.

-