Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Ódýrari miðar á Keflavík og kanaútvarpið
    VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
  • Ódýrari miðar á Keflavík og kanaútvarpið
    Frá síðasta útsendingardegi kanaútvarpsins. VF-mynd: Páll Ketilsson
Fimmtudagur 28. ágúst 2014 kl. 09:41

Ódýrari miðar á Keflavík og kanaútvarpið

Miðasala er í fullum gangi á sýninguna Keflavík og kanaútvarpið sem er fjórða útgáfa af Með blik í auga en sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú á Ljósanótt.

Það er að verða uppselt á frumsýningu en boðið hefur verið upp á ódýrara miðaverð fyrst um sinn 4.500 kr. – miðaverð mun hækka í 4.900 á föstudaginn svo það er um að gera að tryggja sér miða á góðu verði. Miðasala er á midi.is.

Það verður enginn svikinn af þessari tónlistarveislu þar sem lög Stewie Wonder, Aretha Franklin. Eagles, Supertramp, Led Zeppelin ásamt fjölda annarra listamanna fá að hljóma í bland við góðar sögur og skemmtilega umgjörð eins og verið hefur.

Bjarni Ara, Matti Matt, Regína Ósk og Sverir Bergmann flytja lögin ásamt stórhljómsveit og stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson. Sögumaður er Kristján Jóhannsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024