Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Öðru hvoru flutu hálfrotin lík upp af botninum fyrir fólk að virða fyrir sér
Mánudagur 28. júlí 2003 kl. 15:20

Öðru hvoru flutu hálfrotin lík upp af botninum fyrir fólk að virða fyrir sér

Hæ aftur! Þetta er taka 2. Við erum nýkomnir úr 2 tíma pásu frá því að skrifa pistilinn. Við vorum komnir vel á veg með að klára pistilinn þegar að rafmagninu sló út. Smá pirringur og við þurftum að kæla okkur aðeins niður. Sem betur áttum við þó hluta af pistlinum vistaðan. En ekki orð meira um það.Erum nú komnir aftur til Indlands. Til borginnar Varanasi við bakka Ganges-árinnar nánar tiltekið. Í síðasta pistli vorum við nánast nýkomnir til Kathmanðu og við lentum í ýmsu nýju eftir að sá pistill var skrifaður. Eitt frægasta musterið i Kathmanðu heitir Apamusterið. Við sendum einmitt myndir af því síðast. Hefði kannski verið meira vit i senda tær með þessum pistli en þegar internetið er gott verður maður að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast manni. En Apamusterið var frekar skemmtilegt af musteri að vera. Yfirleitt hefur maður tilfinninguna að ef maður hefur séð eitt hefur maður séð þau öll. Þannig er það í það minnsta í okkar tilfelli. Fyrir okkur verður musteri helst að hafa eitthvað sem maður hefur ekki séð áður til þess að vera þess virði að heimsækja það. Þetta musteri eins og nafnið gefur til kynna er stútfullt af öpum sem vita örugglega ekki muninn á sér og mannskepnunni. Þeirra líf rennur einhvern veginn saman við líf þeirra sem þarna búa og þeirra sem koma að skoða staðinn að þeir hafa engan ótta gagnvart mannskepnunni og það er alltaf gaman að sjá svoleiðis. Musterið hafði líka gott útsyni yfir Kathmandu en þar með er það eiginlega upptalið.
Pistillinn í heild sinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024