Óðinsvellir 17 Ljósahús Reykjanesbæjar 2010
Óðinsvellir 17 urðu fyrir valinu sem Ljósahús Reykjanesbjæar 2010. Í öðru sæti varð Steinás 14 og í því þriðja Heiðarbraut 5c. Viðurkenningar fyrir fallega skreytt hús á aðventu voru afhentar í gær í samkeppninni um Ljósahús Reykjanesbæjar 2010.
Reykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppnini frá árinu 200 en bærinn hefur lengi verið þekktur ljósadýrð. Margir hafa lagt leið sína til bæjarins á aðventu á ljósarúnt en hægt er að nálgast upplýsingar um verðlaunahúsin og tilnefningar á korti á jólavef bæjarins: reykjanesbaer.is/jol.
Óðinsvellir hlutu viðurkenningu fyrir fallegustu heildarmynd götu, Hátún 24 fyrir fallega heildarmynd á tvíbýlishúsi og Baldursgarður 12 fyrir fallega skreytt jólatré.
Jólahús barnanna var valið Túngata 14 sem oft hefur hlotið viðurkenninguna en skreytingarnar eru orðnar fastur liður í aðventu hjá börnum í bænum. Hlaut eigandinn að þessu sinni styrk til að sinna skreytingum betur.
Hitaveita Suðurnesja afhenti verðlaunahöfum styrk að upphæð kr. 30.000 fyrir 1. sæti, 20.000 fyrir 2. sæti og 15.000 fyrir 3. sæti.