ÓÐINSMENN GÁFU TIL ÞRIGGJA AÐILA VIÐ SLIT KLÚBBSINS
Lionsklúbburinn Óðinn í Keflavík sem stofnaður var 7. júlí 1981 hefur verið lagður niður. Á síðasta fundi félagsins á Glóðinni sl. fimmtudag var þremur aðilum færðar peningaupphæðir en hagnaður af starfsemi félagsins hefur alltaf runnið óskipt til líknarmála. Þessir aðilar voru Þroskahjálp á Suðurnesjum sem fékk 550 þús. kr., Sjálfsbjörg á Suðurnesjum sem fékk 330 þús. kr. og Héðinn Waage en hann fékk afhentar 200 þús. kr.Þátttaka í félagsstarfi hefur orðið minni og því töldu forráðamenn Óðins rétt að dreifa ekki kröftum hreyfingarinnar á Suðurnesjum um of. Á undanförnum árum hefur klúbburinn haft sem helstu fjáröflun sína jólahappdrætti, sem hefur verið mjög vel tekið af öllum bæjarbúum og Suðurnesjamönnum. Ávallt hefur verið bifeið í fyrsta vinning og miðafjöldi eitt þúsund og því hafa vinningsmöguleikar verið miklir. Félagar í Lionsklúbbnum Óðni vilja færa öllum sem styrkt hafa starfsemina, bestu þakkir. Hið vinsæla happdrætti mun ekki líða undir lok þar sem Lionsklúbbur Njarðvíkur hefur tekið við því. Óðinsfélagar vonast eftir því að Njarðvíkingar fá sömu góðu móttökurnar og þeir undanfarin ár í jólahappdrættissölunni.