Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Oddfellowar tóku skötuna snemma
Þriðjudagur 19. desember 2023 kl. 10:04

Oddfellowar tóku skötuna snemma

Oddfellowstúkan Njörður í Keflavík tók forskot á sæluna og bauð í skötuveislu í oddfellowsalnum í byrjun desember. Skatan var vel kæst og ilminn lagði langt út fyrir húsið.

Margir oddfellowbræður og gestir þeirra mættu í skötuna en einnig var boðið upp á siginn fisk, saltfisk og tindabykkju sem er systir skötunnar. Að sjálfsögðu var viðeigandi meðlæti á boðstólum og kunnu gestir vel að meta þetta. Einhverjir jafnvel tóku íslenska brennivínssnaps til að jafna hálsinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024