Nýtti tímann og myndaði konu í baði
„Mig langaði til að ljósmynda eitt af uppáhalds módelunum mínum hérna á Íslandi aftur, Liv Elísabetu Friðriksdóttur,“ segir ljósmyndarinn Anna Ósk Erlingsdóttir, sem einmitt var í viðtali í seinna jólablaði Víkurfrétta.
Hún kom til Íslands á Þorláksmessu og auk þess að hitta fólkið sitt og njóta jólanna notaði hún tækifærið til að mynda líka. „Ég vildi nota þessa staðsetningu heima hjá vinkonu minni sem býr í Garðabæ. Hún á svo flott „retro“ baðkar og hún var að fara erlendis 28. desember þannig að ég varð að grípa tækifærið áður en hún færi af landi brott,“ segir Anna Ósk. Sjálf fer hún aftur til Svíþjóðar 2. janúar.
Eflaust minna blæbrigði myndanna einhverja á vissan hátt á ævintýrið um Þyrnirós en svo er það að sjálfsögðu upplifun hvers og eins af þeim sem gildir.
VF/Olga Björt