Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýtt TVF um mánaðarmótin
Föstudagur 18. júní 2004 kl. 12:55

Nýtt TVF um mánaðarmótin

Nýtt Tímarit Víkurfrétta kemur út um næstu mánaðarmót. Að venju verður blaðið stútfullt af spennandi efni af Suðurnesjum, viðtölum, ljósmyndaþáttum og styttra efni. TVF verður sannkallað sumarblað þar sem grill, flottir garðar og sumarbústaði ber m.a. á góma.

Blaðamenn Víkurfrétta eru opnir fyrir góðum hugmyndum um efni í Tímarit Víkurfrétta. Hafir þú, lesandi góður, ábendingu um frambærilegt efni, s.s. viðtalsefni eða vilt koma á framfæri mannlífsviðburði, þá endilega hafðu samband við okkur. Senda má tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 898 2222. Standið með okkur vaktina til að gera gott blað betra!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024