Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýtt stuðningslag UMFN eftir rapparann Blaffa
Þriðjudagur 4. apríl 2023 kl. 15:00

Nýtt stuðningslag UMFN eftir rapparann Blaffa

Rapparinn Blaffi var að senda frá sér glænýtt stuðningslag fyrir sitt ástsæla félag, Njarðvík. Lagið ber heitið Ljónagryfjan en það er athafnakonan Camilla Rut sem syngur í laginu með Blaffa.
„Það er þvílíkur heiður að fá að gera lag fyrir félagið mitt. Þetta er allt gert af heimafólki, Ívar Jónsson gerði taktinn og Camilla vinkona mín stökk á þetta með mér,“ sagði Blaffi í spjalli við Víkurfréttir. Lagið má nálgast á Spotify. Blaffi hefur áður gefið út plötuna Partý lestin en önnur plata er væntanleg á næstunni
„Suðurnesin eru mekka hip-hopsins á Íslandi og mér fannst ekki koma annað til greina en að Njarðvíkingar sendu frá sér alvöru ljónhart rapplag til þess að peppa liðin sín,“ bætti Blaffi við.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024