Nýtt Reykjanes.is opnað formlega
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa opnað nýjan og endurbættan vef, www.reykjanes.is. Vefurinn er upplýsinga- og þjónustuvefur um ferðaþjónustu og afþreyingu á Suðurnesjum. Á vefnum er að finna upplýsingar um aðila í ferðaþjónustu og tíðindi af öllu því helsta sem er að gerast á Suðurnesjum í ferðaþjónustu, mannlífi og menningu.
Það er hugbúnaðarfyrirtækið Dacoda sem færði Reykjanes.is í nýjan búning fyrir Ferðamálasamtök Suðurnesja. Vefurinn hefur nú verið opnaður formlega en það var Árni Sigfússon sem opnaði vefinn að viðstöddum stjórnarmönnum í FSS, ásamt fulltrúum Dacoda og Víkurfrétta. Víkurfréttir munu sjá um að uppfæra fréttahluta síðunnar, en ætlunin er að birta fréttir af viðburðum á Suðurnesjum sem ferðafólk og heimamenn gætu haft áhuga á að kynnast nánar.
Að sálfsögðu er vefurinn ekki tæmandi en markmiðið að byggja áfram upp öflugan upplýsingamiðil fyrir ferðafólk og heimamenn.
Myndin er frá formlegri opnun síðunnar.
Það er hugbúnaðarfyrirtækið Dacoda sem færði Reykjanes.is í nýjan búning fyrir Ferðamálasamtök Suðurnesja. Vefurinn hefur nú verið opnaður formlega en það var Árni Sigfússon sem opnaði vefinn að viðstöddum stjórnarmönnum í FSS, ásamt fulltrúum Dacoda og Víkurfrétta. Víkurfréttir munu sjá um að uppfæra fréttahluta síðunnar, en ætlunin er að birta fréttir af viðburðum á Suðurnesjum sem ferðafólk og heimamenn gætu haft áhuga á að kynnast nánar.
Að sálfsögðu er vefurinn ekki tæmandi en markmiðið að byggja áfram upp öflugan upplýsingamiðil fyrir ferðafólk og heimamenn.
Myndin er frá formlegri opnun síðunnar.