Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýtt og glæsilegt framreiðslueldhús
Þrír íbúar Nesvalla njóta matarins frá nýja matreiðslueldhúsinu.
Sunnudagur 6. apríl 2014 kl. 08:00

Nýtt og glæsilegt framreiðslueldhús

Um 200 matarskammtar er útbúnir öll hádegi á Nesvöllum.

Nýtt og glæsilegt framreiðslueldhús hefur nú verið tekið í gagnið á Nesvöllum en hingað til hefur maturinn í þjónustumiðstöðinni verið aðsendur þangað. Fyrsta máltíðin var framreidd 1. apríl og var boðið upp á kótelettur í raspi með öllu tilheyrandi. Í eldhúsinu verða útbúnir um 200 matarskammtar í hádeginu alla daga ársins en þeir sem njóta góðs af því eru íbúar og starfsmenn á Nesvöllum og Hlévangi auk gesta í þjónustumiðstöðinni.

Þjónustumiðjan á Nesvöllum býður nú upp á hádegisverð alla virka daga og til skoðunar er að bjóða hið sama um helgar. Um 120 manns starfa á hjúkrunarheimilunum á Nesvöllum og Hlévangi að meðtöldum starfsmönnum í eldhúsi. Fyrsti íbúinn á Nesvöllum er Margrét Stefánsdóttir en hún flutti frá Garðvangi 16. mars sl. og voru henni færð blóm og konfekt af tilefninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margrét ásamt Hrönn Ljótsdóttur forstöðumanni, Þuríði Elíasdóttur deildarstjóra á Nesvöllum, Guðmundi Hallvarðssyni stjórnarformanni Sjómannadagsráðs og Árna Sigfússyni bæjarstjóra.