Nýtt myndband frá Klassart
Landamæri er nýtt lag í spilun
Hljómsveitin Klassart sendir í dag frá sér nýtt lag í spilun. Lagið heitir Landamæri og því fylgir myndband sem frumsýnt var á Facebook-síðu hljómsveitarinnar í hádeginu í dag, föstudag, en það var tekið upp í hringferð hljómsveitarinnar um landið fyrr í sumar. Davíð Örn Óskarsson sá um klippingu. Nóg er að gera hjá Klassart þessa dagana. Framundan eru tónleikar á Sandgerðisdögum, Paddy’s og á stóra sviðinu á Ljósanótt.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				