Nýtt menningarkort í Reykjanesbæ
Menningarkort var kynnt á síðasta fundi menningarráðs Reykjanesbæjar en þau munu gilda inn í Duus-safnahús og í Rokksafn Íslands, Hljómahöll. Þau munu einnig veita afslátt í safnbúðum og á ýmsum menningartengdum viðburðum sem síðar verða kynntir.
Nýja kortið mun kosta 3.500 kr. og mun gilda í eitt ár. Aðgangseyrir inn í söfnin í dag er kr. 1500.
Eins og við greindum frá nýlega hefur aðsókn aukist í söfnin, sérstaklega frá ferðamönnum. Þeir voru ánægðir með söfnin í bænum en bentu á í könnun að bæta mætti úrvalið söluvarningi, minjagripum.