Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýtt lag með hljómsveitinni Eldar
Fimmtudagur 6. október 2011 kl. 10:37

Nýtt lag með hljómsveitinni Eldar

Hljómsveitin Eldar er óðum að leggja lokahönd á frumraun sína og hefur sveitin nú loks sent frá sér lag fyrir æsta aðdáendur sína. Lagið heitir Bráðum burt og má hlusta á það hér að ofan. Þeir Valdimar og Björgvin sömdu lagið og Fríða Dís á textann og syngur bakraddir. Valdimar Guðmundsson sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri verið að leggja lokahönd á plötuna en hún væri sennilega ekki væntanleg í sölu fyrr en eftir mánuð eða svo.

VF-Mynd Eyþór Sæmundsson: Valdimar Guðmundsson, Sigtryggur Baldursson, Stefán Gunnlaugsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir og Björgvin Ívar Baldursson eftir fyrstu tónleika sveitarinnar á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bráðum burt by Eldar (IS)