Nýtt lag frá tónlistarkonunni Elízu Newman
- Af sem áður var
Fimmtudaginn 1. september 2016 kemur út nýtt lag með tónlistarkonunni Elízu Newman sem kallast Af sem áður var.
Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni, og samið allt frá pönki til óperu til eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli! Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/Bellatrix og þrjár sóló plötur sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda bæði heima og erlendis.
Þessa dagana er Elíza að leggja lokahönd á fjórðu sóló breiðskífu sína og kemur hún út með haustinu.
Af sem áður var og kemur út 1.september hjá Lavaland Records og verður fáanlegt í netútgáfu um allan heim, þar á meðal tónlist.is, spotify og itunes. Einnig verður myndband við lagið frumsýnt á næstu dögum.
Til að hlusta á lagið:
https://soundcloud.com/eliza-newman/af-sem-aur-var