Nýtt lag frá Of Monsters And Men
Lagið í nýjustu Hunger Games myndinni
Loksins er væntanlegt nýtt lag frá hljómsveitinni vinsælu Of Monsters And Men. Hljómsveitin hefur verið upptekin á tónleikaferðalagi um heiminn allt frá því að plata þeirra, My head is an animal kom út árið 2011 og því lítill tími gefist til þess að semja nýtt efni.
Hljómsveitin hvílir lúin bein á Íslandi um þessar mundir og vinnur að nýju efni. Nýja lagið ber heitið Silhouettes og er væntanlegt í spilun þann 19. nóvember.
Lagið verður á plötu sem inniheldur tónlist úr nýjustu Hunger games kvikmyndinni sem notið hafa mikilla vinsælda. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir er augljóslega full tilhlökkunnar en hún tjáði sig á samskiptavefnum Twitter á ensku um lagið í dag eins og sjá má hér að neðan.
Awwyea. New song coming very soon. So excited for you to hear it!!! #silhouettes #hungergames
— Nanna (@nannabh89) September 26, 2013
Sem myndi nokkurn veginn útleggjast á íslensku sem: Nýtt lag væntanlegt. Hlakka til að leyfa ykkur að heyra.
Hér að neðan má svo sjá stiklu úr myndinni The Hunger Games - Catching Fire.