Nýtt lag frá Hjálmum
Reggíhljómsveitin Hjálmar hafa sent frá sér nýtt lag en von er á plötu frá strákunum í haust. Lagið ber heitið Í gegnum móðuna og hlusta má á lagið í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir plötunni þá eru Hjálmar að spila á Hvítu perlunni í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir eru af gogoyoko wireless, en gogoyoko fær nokkrar uppáhaldshljómsveitir sínar til að setja sín bestu lög í nýjan búning og eru einungis 100 miðar í boði.
Miði á tónleikana kostar 2.500 kr. og eru seldir í 12 Tónum á Skólavörðustíg. Húsið verður opnað kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir kl. 22:30.