Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:06

NÝTT ÍSLENDINGAFÉLAG Í GEORGÍU

Elín Jónsdóttir Griffin er formaður nýstofnaðs Íslendingafélags í Georgíu í Bandaríkjunum. Hún er fædd og uppalin í Keflavík, dóttir hjónanna Jóns Péturs Guðmundssonar og Emilíu Svövu Þorvaldsdóttur. Félagið hefur staðið fyrir þorrablótum, tekið þátt í Skandinavíska mótinu, haldið 17.júní hátíð o.fl. Félagið þarf nú á hjálp að halda til að geta haldið áfram og óskar eftir að fá gefins sælgæti sem þau gætu selt til að fjármagna starfsemina. Einnig væru geisladiskar með íslenskum lögum, eins og Öxar við ána, gömlu dönsunum og þjóðsöngnum, vel þegnir og íslenski fáninn. Ef einhver í Keflavík eða nágrenni langar til að hjálpa þessu nýfædda Íslendingafélagi þá er hægt að fá allar upplýsingar hjá foreldrum Elínar í Keflavík. Heimilisfang Elínar er: 4065 Glenlake Trace, Kemesaw, Georgia 30144.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024