Nýtt handverkshús opnað á Ljósanótt
Á morgun opnar formlega nýtt handverkshús Margrétar Pétursdóttur að Vesturbraut 8 í Reykjanesbæ. Þar er bæði vinnustofa og verslun með fjölbreyttar afurðir handverkskonunnar sem vinnur mikið með leir og gler. Einnig eru málverk hennar til sölu í versluninni sem verður opin alla Ljósanæturhelgina frá morgni til kvölds. VF-mynd: elg