Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýt þess að vera heima þessa helgi
Sunnudagur 6. ágúst 2017 kl. 07:00

Nýt þess að vera heima þessa helgi

Fanney Grétarsdóttir svarar verslunarmannahelgarspurningum VF

Fanney Grétarsdóttir
 
Hvert á að fara um verslunarmannahelgina í ár?
Nýt þess að vera heima þessa helgi og kannski verður farið í Reykjavík að leika túrista.
 
Með hverjum á að fara?
Fjölskyldunni, þeim sem við komum í bílinn, hin verða skilin eftir. Það verður dregið.
 
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina?
Nei, hef ekki efni að fara til Spánar á hverju ári.
 
Hvert hefur þú farið um verslunarmannahelgi síðustu ár?
Edrúhátíð, ég finn alltaf tjaldið mitt þar.
 
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Fórum í Ölfusborgir og áttum æðislega viku í góðu veðri.
 
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Sumarbústað, vil hafa fast klósett undir mér, það er bara þannig.
 
Hefur þú verið heppin með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Já, það er aldrei vont veður bara hugarfarið, spaug.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024