Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 16. desember 1999 kl. 23:28

NÝSPRAUTUN OPNAR Í GRÓFINNI

Tveir fyrrverandi lögreglumenn úr lögregluliði Keflavíkur hafa skipt um starfsvettvang og opnað nýtt bílasprautunar- og réttingafyrirtæki í Grófinni 7 í Keflavík. Fyrirtækið heitir Nýsprautun og er í húsnæði því er áður hýsti BG bílasprautun, en þeir félagar Sverrir Gunnarsson og Magnús Ingi Jónsson hafa keypt reksturinn sem var í húsinu af Birgi Guðnasyni. Fyrrum starfsfélagar þeirra Sverris og Magnúsar úr lögreglunni gáfu þeim skemmtilega skilnaðargjöf í stórum pappakassa. Þótti gjöfin viðeigandi þar sem Nýsprautun er í næsta húsi við Club Casino. Í kassanum var forláta súla. Strákarnir úr Bílbót bættu um betur og fengu nektardansara til að koma yfir götuna og taka létt spor við súluna. Fjölmargir gestir voru í opnunarhófinu og voru meðfylgjandi myndir teknar þar af ljósmyndara blaðsins. Sverrir Gunnarsson, Ásborg Guðmundsdóttir, Magnús Ingi Jónsson og Helga Jónína Guðmundsdóttir við súluna góðu sem þau fengu að gjöf frá lögreglumönnum í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024