NÝSPRAUTUN OPNAR Í GRÓFINNI
Tveir fyrrverandi lögreglumenn úr lögregluliði Keflavíkur hafa skipt um starfsvettvang og opnað nýtt bílasprautunar- og réttingafyrirtæki í Grófinni 7 í Keflavík. Fyrirtækið heitir Nýsprautun og er í húsnæði því er áður hýsti BG bílasprautun, en þeir félagar Sverrir Gunnarsson og Magnús Ingi Jónsson hafa keypt reksturinn sem var í húsinu af Birgi Guðnasyni. Fyrrum starfsfélagar þeirra Sverris og Magnúsar úr lögreglunni gáfu þeim skemmtilega skilnaðargjöf í stórum pappakassa. Þótti gjöfin viðeigandi þar sem Nýsprautun er í næsta húsi við Club Casino. Í kassanum var forláta súla. Strákarnir úr Bílbót bættu um betur og fengu nektardansara til að koma yfir götuna og taka létt spor við súluna. Fjölmargir gestir voru í opnunarhófinu og voru meðfylgjandi myndir teknar þar af ljósmyndara blaðsins. Sverrir Gunnarsson, Ásborg Guðmundsdóttir, Magnús Ingi Jónsson og Helga Jónína Guðmundsdóttir við súlunagóðu sem þau fengu að gjöf frá lögreglumönnum í Keflavík.