Nýr vefur með skemmtilegri jólasögu opnaður í dag
Vefsíðan http://www.jonolafur.isvar formlega opnuð í dag. Það var höfyundurinn, Kristlaug María Sigurðardóttir, sem opnaði vefinn.
Sagan um Jón Ólaf jólasvein er þroskasaga 12 ára drengs sem sögð er í gegnum ævintýri sem gerist í heimi jólanna. Jón Ólafur lendir í því, fyrir algera tilviljun, að verða jólasveinn á Norðurpólnum og bera ábyrgð á að jólaandinn nái inn á öll heimili í Evrópu um jólin. En það er ekki eins auðvelt og það hljómar vegna þess að Johnny Mate, sem eitt sinn var jólasveinn fyrir Eyjaálfu, hefur byggt sér höll á Suðurskautinu og gerir allt sem hann getur til að eyðileggja jólahátíðina.
Bókin verður GEFIN á vefsvæðinu jonolafur.is og getur þá hver sem er hlaðið hana niður og lesið hana að vild. Hljóðbók verður einnig sett á síðuna, einn kafli á dag frá 1. til 24. desember. Þannig að um einskonar jóladagatal er að ræða. Einnig verður á síðunni jólasveina-dans-dagatal frá 1. desember til að stytta stundirnar fram að jólum.
Mynd: Kristlaug María, Kikka, opnar vefinn formlega í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson