Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýr starfsmaður á innkaupasviði Fríhafnarinnar
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 10:42

Nýr starfsmaður á innkaupasviði Fríhafnarinnar

Jónína Hafliðadóttir hefur verið ráðin í starf innkaupafulltrúa á sviði fatnaðar og fylgihluta hjá Fríhöfninni (Dutyfree Fashion, Victoria´s Secret og Ígló). 101 sótti um stöðuna og 10 komu í viðtöl. Að sögn Ástu Dísar Óladóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, var Jónína valir úr hópi margra mjög hæfra umsækjenda.

Ninna, eins og hún er kölluð, hefur yfir 20 ára reynslu á sviði innkaupa- og sölumála. Hún var framkvæmdastjóri verslunarsviðs hjá 66°Norður um árabil, verkefnastjóri hjá Valentino í New York, framkvæmdastjóri verslunarsviðs J. Lindeberg í New York, framkvæmdastjóri verslunarsviðs hjá A. Gold E í New York, verslunarstjóri Joseph, New York, sölustjóri Baby Guess í Los Angeles og verslunarstjóri Baby Guess og Guess Kids, Beverly Hills. Þá hefur Ninna einnig komið að eigin innflutningi á hár- og snyrtivörum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ninna er með BA próf í markaðs- og sölufræðum frá American College For TheAapplied Arts í Los Angeles. Hún er fædd árið 1967, er í sambúð með Friðriki Kaldal og eiga þau eitt barn. Fyrsti starfsdagur hennar verður 29. nóvember.