Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nýr Kiwanisklúbbur í Reykjanesbæ
Föstudagur 4. febrúar 2011 kl. 11:31

Nýr Kiwanisklúbbur í Reykjanesbæ

Vígsla á nýjum Kiwanisklúbbi fór fram s.l. þriðjudag en þá var formlega gengið frá stofnun á Kiwanisklúbbnum Vörðu í Reykjanesbæ. Varða er kvennaklúbbur og er þriðji kvennaklúbburinn innan Kiwanishreyfingarinnar í umdæminu Ísland-Færeyjar. Nú eru um 950 félagar í hreyfingunni í umdæminu og eru konur um 8% af þeim fjölda

Það var í október sem nokkrar konur ákváðu að hittast hér í Reykjanesbæ með þá hugmynd að stofna Kiwanisklúbb. Þær fengu strax aðstöðu hjá Kiwanisklúbbnum Keili til fundahalda og fljótlega bættist í hópinn en 22 konur gengu formlega til liðs við hreyfinguna á þessum vígslufundi. Varða mun funda í Kiwanishúsinu við Iðavelli og fór vígslufundurinn þar fram.

Það var ekki síst vegna kjörorða Kiwanishreyfingarinnar sem eru „börnin fyrst og fremst“, að konurnar voru áhugasamar um stofnun klúbbsins, vinna að málefnum barna, láta gott af sér leiða og efla sjálfa sig í leiðinni. Þrátt fyrir að Varða hafi ekki verið formlega stofnuð þá létu konurnar ekki á sér standa og stóðu fyrir kvöldverði á Barnaspítala Hringsins og einnig bökuðu þær ásamt Keilisfélögum smákökur sem voru gefnar til Velferðasjóðs Suðurnesja

Það voru fjölmargir Kiwanisfélagar viðstaddir vígslu Vörðu og þar á meðal verðandi heimsforseti Kiwanishreyfingarinnar Alan Penn frá Bandaríkjunum og kona hans.

Í fyrstu stjórn Vörðu eru eftirfarandi:

Jóhanna M. Einarsdóttir forseti, Guðbjörg S. Pálmarsdóttir kjörforseti, Linda Ásgrímsdóttir ritari, Margrét Guðleifsdóttir gjaldkeri og Linda G. Kjartansdóttir meðstjórnandi.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alan Penn, verðandi heimsforseti Kiwanishreyfingarinnar var sérstakur gestur á vígslufundinum.



Jóhanna M. Einarsdóttir var vígð til forseta Vörðunnar.

Fáni Vörðunnar sem táknar kjörorð klúbbsins „Börnin fyrst og fremst.“