Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nýr geisladiskur frá Leoncie
Mánudagur 29. september 2003 kl. 15:26

Nýr geisladiskur frá Leoncie

Á föstudag kemur út nýr geisladiskur frá söngkonunni Leoncie sem ber nafnið „Radio Rapist – Wrestler“ en á disknum eru 13 lög.  Tólf laganna eru á ensku og eitt lag er sungið á íslensku. Þetta er 5 geisladiskurinn sem Leoncie gefur út en hún hefur verið búsett á Íslandi í rúm 20 ár. Leoncie sagði í samtali við Víkurfréttir að diskurinn væri mjög sérstakur. „Þetta er hart rokk og ég get lofað algjörri bombu. Þegar ég spilaði á Ljósanótt fann ég að unglingunum líkaði mjög vel við efnið af nýja disknum og fagnaðarlætin voru heilmikil,“ segir Leoncie, en hún er mjög iðin við að semja tónlist. Á næstunni mun hún halda tónleika í Keflavík þar sem hún mun kynna nýja diskinn, en hún er töluvert bókuð vegna tónleikahalds. „Ég mun á næstunni halda tónleika í Keflavík og er núna að athuga með stað sem ég get spilað á.“

Mynd: Framhlið geisladisksins „Radio Rapist – Wrestler“ frá Leoncie.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024