Nýr diskur frá Sex Division
Hljómsveitin Sex Division heldur útgáfutónleika á H.inum á laugardaginn. Þar munu þeir taka lög af diskinum Lengi lifi lýðveldið, en þessi fimm manna hljómsveit hefur verið starfandi í rúmt ár og leikur ska-blandað rokk með pólitísku ívafi.Þeim til fulltingis verður Tennessee Slavedriver sem hitar upp eftir að húsið opnar kl. 21.




