Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýr barnakór á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju
Mánudagur 14. desember 2015 kl. 10:58

Nýr barnakór á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju

Þriðja og síðasta formlega aðventukvöldið í Keflavíkurkirkju var haldið í gær fyrir fullri kirkju.

Kór Keflavíkurkirkju söng hátíðleg jólalög undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista og börn í skapandi söngstarfi í Keflavíkurkirkju komu í fyrsta sinn fram undir stjórn Írisar Drafnar og Freydísar Kneifar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sönghópurinn Seríurnar sem skipaður er sópransöngkonum í kórnum tók lagið í upphafi kvöldstundarinnar en stundina leiddu sr. Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir.