Nýnemadagur í fyrsta skipti hjá FS
Svokallaður Nýnemadagur var haldin í FS síðastliðinn föstudag en þar er um ræða nýjung í skólastarfinu. Markmiðið með deginum var að gefa nýnemum tækifæri til að kynnast skólaumhverfinu og öðrum nýnemum áður en kennsla hæfist. Rúmlega 200 nýnemar mættu kl. 8:30 um morguninn og voru í skólanum til rúmlega fimm.
Dagskrá dagsins samanstóð af ýmsum verkefnum, kynningu á skólastarfinu og starfi nemendafélagsins auk þess sem nemendur fengu afhentar stundatöflur og tölvuaðgang. Deginum lauk með grilli og skemmtun á sal þar sem keflvíska hljómsveitin Sky reports spilaði og Þorsteinn Guðmundsson var með uppistand.
Dagurinn tókst í alla staði mjög vel og hefur verið ákveðið að halda hann á hverju hausti framvegis.