Nylon-stúlkur í Keflavík
Fyrsta smáskífa Nylon flokksins "Losing a Friend" kom í verslanir í London síðasta mánudag. Salan fór vel í gang og var platan uppseld í miðborg London strax á mánudeginum. Salan fór fram úr björtustu vonum og stökk lagið beint í 29. sæti breska sölulistans en sá listi tekur mið af seldum eintökum í verslunum og seldu niðurhali. Söngflokkurinn og útgefandinn Believer Music í Bretlandi höfðu gert sér vonir um að komast inná topp 40 og því fór þetta nokkuð fram úr þeirra vonum. Nylonstúlkurnar komu heim til Íslands í dag og Víkurfréttir tóku á móti þeim í góða veðrinu við Leifsstöð. Viðtalið má sjá í VEF TV, Vefsjónvarpi Víkurfrétta, hér á forsíðu vf.is
UPPSELD Í LONDON Á FYRSTA DEGI - Í 4. SÆTI Á THE BOX
Ekki er ljóst hvað Nylon flokkurinn hefði náð langt upp breska topp 40 sölulistann ef smáskífan hefði ekki selst upp í stórum hluta verslana í miðborg London strax uppúr hádegi á mánudag. Plötunni var mjög vel dreift en smásalar renndu blint í sjóinn rétt eins og útgefandinn og gerðu þeir ráð fyrir minni sölu vegna þess að lagið hafði ekki fengið mikla spilun í útvarpi. Lagið hefur hinsvegar gert góða hluti í tónlistarsjónvarpi og er það núna í 4. sæti á vinsældalista sjónvarpstöðvarinnar THE BOX sem er önnur stærsta tónlistarsjónvarpstöðin í Bretlandi.
Í FJÓRTÁNDA SÆTI YFIR SELDAR SMÁSKÍFUR
Ef eingöngu eru taldar seldar smáskífur útúr verslunum er "Losing a Friend" í 14. sæti en þegar tekin er saman sala í verslunum og sala í gegnum niðurhal fer heildarsala niður í 29. sætið. Þetta má rekja til þess að popp tónlist selst meira hinn gamla hefðbundna veg en kaupendur rokk, hip hop og metal tónlist hafa í ríkari mæli tamið sér að kaupa tónlist í gegnum netið jafnt á við að kaupa tónlist í verslunum. Einnig er lagið mjög ofarlega á sölulista "sjálfstæðra útgefenda" en Beliver útgáfan er sjálfstætt starfandi útgefandi og ekki partur af stóru útgáfunum fjórumI; EMI, WARNER, SONY-BMG eða UNIVERSAL.
VIÐTAL VIÐ ÖLMU Á BBC CHART SHOW, TOPP 40 VINSÆLDALISTANUM
Í dag sunnudaginn 17. júlí er listi þessarar söluviku kynntur í "The Chart Show", vikulegum útvarpsþætti á BBC Radio One, þar sem breski vinsældalistinn er kynntur. Það vekur að sjálfsögðu athygli að ný hljómsveit með nýtt lag á samningi hjá útgáfu sem er að gefa út sína fyrstu smáskífu skuli skjóta flestum útgáfum ref fyrir rass þessa viku og skjótast beint inná topp 30. Þess má geta að Red Hot Chilli Peppers, Richard Ashcroft, Sean Paul og Beautiful South sendu öll frá sér nýtt lag í vikunni en þurftu að láta í minni pokann fyrir Nylon. Alma Guðmundssdóttir úr Nylon sat fyrir svörum fyrir hönd stúlknanna og þakkaði breskum aðdáendum fyrir frábærar móttökur og lofaði því að þetta yrði bara það fyrsta en ekki það síðasta sem Bretar heyrðu frá Nylon.
PLATA Í HAUST OG TÓNLEIKAFERÐ MEÐ MCFLY Í UNDIRBÚNINGI
Núna í haust verður svo önnur smáskífa Nylon gefin út og frágangur á fyrstu breiðskífu Nylon fyrir breskan markað er nú á lokastigi. Smáskífan kemur út í lok september en breiðskífan tveimur vikum síðar. Rætt hefur verið um að stúlkurnar fari á tónleikaferð með stráka-rokksveitinni McFLy en hún er gríðarlega vinsæl í Bretlandi. Sú tónleikaferð er á svipuðum tíma og plata Nylon kemur út í haust. Í vor ferðuðust stúlkurnar með Westlife og Girls Alloud með góðum árangri.
KOMA VIÐ SÖGU Í HEIMILDARMYND UM STÚLKNASÖNGSVEITIR HJÁ BBC1
Breska sjónvarpsstöðin BBC1 er nú að vinna heimildarmynd um stúlknasöngsveitir sem spannar allt frá tímum Díönnu Ross og Supremes til daga Destiny Child og Spice Girls. Framleiðendur þáttarins kölluðu eftir efni frá Nylon. Annarsvegar vegna þess árangurs sem þær hafa náð í Bretlandi og ekki síður í ljósi þess að þær eru fyrsta stúlknasöngsveitin sem kemur frá Íslandi. Þátturinn er á dagskrá BBC1 síðustu helgina í ágúst nk.
TÍMAMÓT Í ÍSLENSKRI POPP TÓNLIST
Með innkomu sinni á breska vinsældalistann hefur Nylon flokkurinn skrifað í sömu gestabók og Mezzoforte, Sykurmolarnir og ekki síst Björk Guðmundsdóttir. En Nylon flokkurinn sýndi og sannaði að hann á fullt erindi á breskan markað og það sama er hægt að segja um útgáfufyrirtækið Believer sem er að langstærstum hluta í eigu Íslendinga. Þetta unga íslenska útgáfufyrirtæki hefur leikinn í Bretlandi með glæsibrag og sendir Nylon flokkinn lengst upp breska topp listann í fyrstu tilraun.
Ljósmynd: Nylon-stúlkurnar við Leifsstöð í dag.
UPPSELD Í LONDON Á FYRSTA DEGI - Í 4. SÆTI Á THE BOX
Ekki er ljóst hvað Nylon flokkurinn hefði náð langt upp breska topp 40 sölulistann ef smáskífan hefði ekki selst upp í stórum hluta verslana í miðborg London strax uppúr hádegi á mánudag. Plötunni var mjög vel dreift en smásalar renndu blint í sjóinn rétt eins og útgefandinn og gerðu þeir ráð fyrir minni sölu vegna þess að lagið hafði ekki fengið mikla spilun í útvarpi. Lagið hefur hinsvegar gert góða hluti í tónlistarsjónvarpi og er það núna í 4. sæti á vinsældalista sjónvarpstöðvarinnar THE BOX sem er önnur stærsta tónlistarsjónvarpstöðin í Bretlandi.
Í FJÓRTÁNDA SÆTI YFIR SELDAR SMÁSKÍFUR
Ef eingöngu eru taldar seldar smáskífur útúr verslunum er "Losing a Friend" í 14. sæti en þegar tekin er saman sala í verslunum og sala í gegnum niðurhal fer heildarsala niður í 29. sætið. Þetta má rekja til þess að popp tónlist selst meira hinn gamla hefðbundna veg en kaupendur rokk, hip hop og metal tónlist hafa í ríkari mæli tamið sér að kaupa tónlist í gegnum netið jafnt á við að kaupa tónlist í verslunum. Einnig er lagið mjög ofarlega á sölulista "sjálfstæðra útgefenda" en Beliver útgáfan er sjálfstætt starfandi útgefandi og ekki partur af stóru útgáfunum fjórumI; EMI, WARNER, SONY-BMG eða UNIVERSAL.
VIÐTAL VIÐ ÖLMU Á BBC CHART SHOW, TOPP 40 VINSÆLDALISTANUM
Í dag sunnudaginn 17. júlí er listi þessarar söluviku kynntur í "The Chart Show", vikulegum útvarpsþætti á BBC Radio One, þar sem breski vinsældalistinn er kynntur. Það vekur að sjálfsögðu athygli að ný hljómsveit með nýtt lag á samningi hjá útgáfu sem er að gefa út sína fyrstu smáskífu skuli skjóta flestum útgáfum ref fyrir rass þessa viku og skjótast beint inná topp 30. Þess má geta að Red Hot Chilli Peppers, Richard Ashcroft, Sean Paul og Beautiful South sendu öll frá sér nýtt lag í vikunni en þurftu að láta í minni pokann fyrir Nylon. Alma Guðmundssdóttir úr Nylon sat fyrir svörum fyrir hönd stúlknanna og þakkaði breskum aðdáendum fyrir frábærar móttökur og lofaði því að þetta yrði bara það fyrsta en ekki það síðasta sem Bretar heyrðu frá Nylon.
PLATA Í HAUST OG TÓNLEIKAFERÐ MEÐ MCFLY Í UNDIRBÚNINGI
Núna í haust verður svo önnur smáskífa Nylon gefin út og frágangur á fyrstu breiðskífu Nylon fyrir breskan markað er nú á lokastigi. Smáskífan kemur út í lok september en breiðskífan tveimur vikum síðar. Rætt hefur verið um að stúlkurnar fari á tónleikaferð með stráka-rokksveitinni McFLy en hún er gríðarlega vinsæl í Bretlandi. Sú tónleikaferð er á svipuðum tíma og plata Nylon kemur út í haust. Í vor ferðuðust stúlkurnar með Westlife og Girls Alloud með góðum árangri.
KOMA VIÐ SÖGU Í HEIMILDARMYND UM STÚLKNASÖNGSVEITIR HJÁ BBC1
Breska sjónvarpsstöðin BBC1 er nú að vinna heimildarmynd um stúlknasöngsveitir sem spannar allt frá tímum Díönnu Ross og Supremes til daga Destiny Child og Spice Girls. Framleiðendur þáttarins kölluðu eftir efni frá Nylon. Annarsvegar vegna þess árangurs sem þær hafa náð í Bretlandi og ekki síður í ljósi þess að þær eru fyrsta stúlknasöngsveitin sem kemur frá Íslandi. Þátturinn er á dagskrá BBC1 síðustu helgina í ágúst nk.
TÍMAMÓT Í ÍSLENSKRI POPP TÓNLIST
Með innkomu sinni á breska vinsældalistann hefur Nylon flokkurinn skrifað í sömu gestabók og Mezzoforte, Sykurmolarnir og ekki síst Björk Guðmundsdóttir. En Nylon flokkurinn sýndi og sannaði að hann á fullt erindi á breskan markað og það sama er hægt að segja um útgáfufyrirtækið Believer sem er að langstærstum hluta í eigu Íslendinga. Þetta unga íslenska útgáfufyrirtæki hefur leikinn í Bretlandi með glæsibrag og sendir Nylon flokkinn lengst upp breska topp listann í fyrstu tilraun.
Ljósmynd: Nylon-stúlkurnar við Leifsstöð í dag.