Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nýliðar velkomnir í björgunarsveitina
Þriðjudagur 27. ágúst 2013 kl. 08:04

Nýliðar velkomnir í björgunarsveitina

Langar þig að starfa í björgunarsveit? Nú er tækifærið því vetrarstarfið hjá Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ er að hefjast. Næstkomandi fimmtudagskvöld, 29. ágúst kl. 20, verður kynningarfundur fyrir nýliðastarf vetrarins. Fundurinn er haldinn í björgunarsveitarhúsinu að Holtsgötu 51 í Njarðvík. Aldurstakmarkið er 17 ár.

Á fundinum er dagskrá nýliðaþjálfunar og starfssemi Björgunarsveitarinnar Suðurnes kynnt í máli og myndum. Farið verður yfir starf sveitarinnar og þær kröfur er gerðar eru til björgunarsveitarfólks og helsta búnað er til þarf til að gerast nýliði í björgunarsveit.

Með því að taka þátt í nýliðaþjálfun ert þú að gefa kost á þér í sjálfboðaliðastarfi næstu árin sem felur meðal annars í sér þátttöku í útköllum björgunarsveitarinnar. Í staðinn færð þú menntun og reynslu af útivist, sjó og vötnum, skyndihjálp og þeim stöfum er fylgja björgunarstörfum, taka þátt í öflugu félagsstarfi og láta gott af þér leiða.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024