Nýjustu revíutextar Ómars Jóhannssonar komnir á Netið
Eins og greint hefur verið frá var húsfyllir í Stapa í gær þegar um 400 manns komu saman til að sýna Ómari Jóhannssyni samhug í verki. Ómar á í harðri baráttu við alvarlegt krabbamein. Þrátt fyrir veikindi sín mætti Ómar tvívegis á sviðið í Stapa í gærkvöldi og flutti m.a. nýsamið efni í anda þeirra revía sem settar hafa verið upp eftir kappann á síðustu árum.
Annar bragurinn var um þingmanninn Hjálmar Árnason og hinn um golfara sem skrapp í Leiruna. Víkurfréttir hafa fengið góðfúslegt leyfi til að birta textana og eru þeir hér meðfylgjandi:
ÞINGMAÐURINN
Það var einu sinni þingmaður
sem á fékk á heilann bíl,
heilann bíl, bíl, bíl, heilann vetnisknúinn bíl
og kennslukonan, konan hans,
sagði honum að semja um bílinn stíl,
semja stíl, stíl, stíl um vetnisknúinn bíl.
Svo fóru þau í bíltúr,
út á Snæfellsnes,
Snæfellsnes, nes, nes og um ég þetta les
og hittu gamlan félaga,
sem er nú alveg spes,
alveg spes, spes, spes, er nú alveg spes.
Sá maður var að mylja
og meitla niður grjót
niður grjót, grjót, grjót og rörabútadót.
Svo verður þetta sýnt
við næsta ættarmót,
ættarmót, mót, mót, næsta Johnsen ættarmót.
En Örlygsson úr Njarðvík
vildi sýna með,
sýna með, með, með, það hefði aldrei skeð
Því að raða legokubbum
er ansi illa séð,
illa séð, séð, séð, við listamannatréð.
GOLFARINN
Heyrðu elskan, ég ætla að skreppa
út í Leiru í golf að keppa.
Bomfatirífatirallala
Reyndu að vera létt í lund,
ég verð ekki nokkra stund.
Bomfatirí bomfatira bomfatirífatirallala
Glaður ég steig á fyrsta teiginn,
með tilþrifum var kúlan sleginn.
Bomfatirífatirallala
Í regulation komst á green,
easy birdie, you know what I mean.
Bomfatirí bomfatira bomfatirífatirallala
Á átta holum ég sýndi snilli,
easy pör og birdie á milli.
Bomfatirífatirallala
Ég var alveg á nálunum,
því fylgst var með mér úr skálanum.
Bomfatirí bomfatira bomfatirífatirallala
Níundu holunni helst vil gleyma,
ég hefði betur setið heima.
Bomfatirífatirallala
Á fjórtán höggum komst á green,
þá hlógu þeir að mér þessi svín.
Bomfatirí bomfatira bomfatirífatirallala
Ég mátti engan tíma missa,
skrapp bara inn í skála að pissa.
Bomfatirífatirallala
Lék síðan þarna hring eftir hring,
um þá hörmung ég ekki syng.
Bomfatirí bomfatira bomfatirífatirallala
En þegar ég kom heim í stofu,
hélt ég þar ég sæi vofu.
Bomfatirífatirallala
Konan sat þar og beið og beið
hún var vitund reið.
Bomfatirí bomfatira bomfatirífatirallala
Hún sagði þú ert ekki alveg búinn,
síðasta holan reynist snúin.
Bomfatirífatirallala
Og eitt ég verð að segja þér,
það duga sko engin einpútt hér.
Bomfatirí bomfatira bomfatirífatirallala