Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýjungar á Sjóaranum síkáta í ár
Fimmtudagur 4. júní 2015 kl. 10:09

Nýjungar á Sjóaranum síkáta í ár

Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti verður 5.-7. júní nk. í Grindavík. Umgjörð og dagskrá verður glæsileg að vanda og hefðbundin á margan hátt en jafnframt verða nokkrar nýjungar, bæði fyrir börn og fullorðna. Þá verður Sjómanna- og vélstjóra-félagið með glæsilega dagskrá.

Á meðal nýjunga má nefna stórtónleika í íþróttahúsinu á laugardagskvöldinu kl. 21:00. Þar mætir sannkallað stórskotalið eða SKONROKK sem spilar 80‘s rokk af bestu gerð. Söngvarar eru Magni, Eyþór Ingi, Pétur Jesú, Biggi Haralds og Stebbi Jak en hljómsveitin Tyrkja Gudda spilar undir. Skonrokk hefur verið haldið um sjómannadagshelgina í Vestmannaeyjum, í Hörpu og Hofi og alltaf slegið í gegn. Forsala aðgöngumiða er í Aðal-braut í Grindavík. Eftir tónleikana verður svo ball í íþróttahúsinu að vanda.

Í fyrsta skipti verða leiktæki á bryggjuballinu á föstudagskvöldinu fyrir börnin sem eflaust á eftir að mælast ákaflega vel fyrir. Þá er gaman að greina frá því að Hafró í Grindavík og útgerðir hér hafa í samvinnu við Sjóarann síkáta ákveðið að vera með fiskabúr fyrir krakkana á sunnudeginum með kröbbum, krossfiskum og ýmsum lifandi og dauðu furðuverum og fiskum úr hafinu.
Vísir hf. fagnar 50 ára afmæli sínu og verður með veglega dagskrá á Sjóaranum síkáta. Meðal annars verða minninga-tónleikar Vísissystkina í Grindavíkurkirkju á sunnudagskvöldinu.
Ingó og Veðurguðirnir hafa verið ráðnir á Bryggjuballið og á meðal barnaefnis verður Brúðubíllinn, íþróttaálfurinn, Solla stirða, Skoppa og Skrítla, Einar Mikael töframaður, Sveppi og Villi o.fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024