Nýir kirkjubekkir flugvallarslökkviliðs helgaðir
Nýir kirkjubekkir í kapellu Slökkviliðsins voru helgaðir á annan dag jóla, þann 26. des. sl. Það var séra Carlos A Ferrer, sóknarprestur Tjarnarprestakalls, sem þjónaði. Í predikun lagði sr. Carlos m.a. út frá altaristöflu kapellunnar en hún er máluð eftir Erlu Káradóttur slökkviliðskonu. Þema myndarinnar er Kristur sem varðveitir slökkviliðsmenn að störfum.
Að sögn Birgis Þórarinssonar, sem átti frumkvæðið að því að kapellan var reist við slökkvistöðina, þá lýkur byggingarsögu hennar með tilkomu þessara falllegu kirkjubekkja. Keflavíkurverktakar gáfu bekkina. Kapellan á sér nokkuð merkilega sögu. Hún var upphaflega reist í Ratsjárstöð Varnarliðsins á Stokksnesi, við Höfn í Hornafirði árið 1956. Þegar stöðin var lögð niður árið 1988 var kapellan flutt með skipi til Njarðvíkur og þaðan í ratsjárstöðina í Rockville. Þegar stöðin í Rockville var síðan lögð niður árið 1997 ákvað Slökkviliðið á Keflavíkuflugvelli að forða kapellunni frá niðurrifi og flutti hana upp á Keflavíkurflugvöll, við slökkvistöðina. Við tók mikið endurbótarstarf slökkviliðsmanna, þar sem kapellan hafði orðið skemmdarvörgum að bráð í Rockville. Skipt var um alla innviði, nýir gluggar settir, klæðning að utan, byggt anddyri, raflagnir endurnýjaðar ofl. Þess má til gamans geta að gólfið í kapellunni er fengið úr Dómkirkjunni í Reykjavík en við endurbætur hennar var gólfefninu skipt út að hluta. Biskup Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson, vígði kapelluna við hátíðlega athöfn í slökkvistöðinni þann 15. desember árið 2000.
Birgir sagði að þetta hafi verið krefjandi en gefandi verkefni, sem fáir höfðu trú á í upphafi. Hann hafi þurft að sannfæra marga um gildi þess að ráðast í þetta, enda var byggingin í mjög slæmu ástandi. Einnig hafi heyrst efasemdaraddir um tilgang þess að byggja kapellu við slökkvistöðina. Þessar raddir væru nú allar þagnaðar enda mikill sómi af kapellunni og því vandaða handverki sem þar má sjá. Töluverður tími hafi farið í að fá tilskilin leyfi frá Varnarliðinu og fjármagna verkefnið. Stuðningur Keflavíkurverktaka og Íslenskra Aðalverktaka hafi skipt sköpum. Einnig hafi Gylfi Þórðarson slökkviliðsmaður og móðir hans Guðbjörg Benediktsdóttir fært kapellunni rausnarlega minningargjöf. Yfirsmiður var Óskar Karlsson, varðstjóri. Birgir sagði að kapellan hafi nú þegar sannað gildi sitt en eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum þann 11. september 2001 hafi minningarathafnir verið haldnar í henni um þá fjölmörgu slökkviliðsmenn er létust í New York borg við skyldustörf. Þessar athafnir hafi verið vel sóttar. Messað er reglulega í kapellunni, fyrir slökkviliðsmenn, á jólum og páskum. Brúðkaup hafa þar einnig farið fram. Þetta verkefni slökkviliðsmanna hefur víða vakið athygli og hróður þessa borist út fyrir landsteinana. Almennt líði slökkviliðsmönnum vel að vita af kapellunni við slökkvistöðina enda starfið þess eðlis að enginn veit hvað hver vinnudagur ber í skauti sér. Birgir vildi að lokum færa öllum þeim einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera, sem studdu við bakið á þessu verkefni bestu þakkir. Félögum sínum í slökkviliðinu vildi hann færa sérstakar þakkir fyrir að gera þennan draum að veruleika.
Að sögn Birgis Þórarinssonar, sem átti frumkvæðið að því að kapellan var reist við slökkvistöðina, þá lýkur byggingarsögu hennar með tilkomu þessara falllegu kirkjubekkja. Keflavíkurverktakar gáfu bekkina. Kapellan á sér nokkuð merkilega sögu. Hún var upphaflega reist í Ratsjárstöð Varnarliðsins á Stokksnesi, við Höfn í Hornafirði árið 1956. Þegar stöðin var lögð niður árið 1988 var kapellan flutt með skipi til Njarðvíkur og þaðan í ratsjárstöðina í Rockville. Þegar stöðin í Rockville var síðan lögð niður árið 1997 ákvað Slökkviliðið á Keflavíkuflugvelli að forða kapellunni frá niðurrifi og flutti hana upp á Keflavíkurflugvöll, við slökkvistöðina. Við tók mikið endurbótarstarf slökkviliðsmanna, þar sem kapellan hafði orðið skemmdarvörgum að bráð í Rockville. Skipt var um alla innviði, nýir gluggar settir, klæðning að utan, byggt anddyri, raflagnir endurnýjaðar ofl. Þess má til gamans geta að gólfið í kapellunni er fengið úr Dómkirkjunni í Reykjavík en við endurbætur hennar var gólfefninu skipt út að hluta. Biskup Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson, vígði kapelluna við hátíðlega athöfn í slökkvistöðinni þann 15. desember árið 2000.
Birgir sagði að þetta hafi verið krefjandi en gefandi verkefni, sem fáir höfðu trú á í upphafi. Hann hafi þurft að sannfæra marga um gildi þess að ráðast í þetta, enda var byggingin í mjög slæmu ástandi. Einnig hafi heyrst efasemdaraddir um tilgang þess að byggja kapellu við slökkvistöðina. Þessar raddir væru nú allar þagnaðar enda mikill sómi af kapellunni og því vandaða handverki sem þar má sjá. Töluverður tími hafi farið í að fá tilskilin leyfi frá Varnarliðinu og fjármagna verkefnið. Stuðningur Keflavíkurverktaka og Íslenskra Aðalverktaka hafi skipt sköpum. Einnig hafi Gylfi Þórðarson slökkviliðsmaður og móðir hans Guðbjörg Benediktsdóttir fært kapellunni rausnarlega minningargjöf. Yfirsmiður var Óskar Karlsson, varðstjóri. Birgir sagði að kapellan hafi nú þegar sannað gildi sitt en eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum þann 11. september 2001 hafi minningarathafnir verið haldnar í henni um þá fjölmörgu slökkviliðsmenn er létust í New York borg við skyldustörf. Þessar athafnir hafi verið vel sóttar. Messað er reglulega í kapellunni, fyrir slökkviliðsmenn, á jólum og páskum. Brúðkaup hafa þar einnig farið fram. Þetta verkefni slökkviliðsmanna hefur víða vakið athygli og hróður þessa borist út fyrir landsteinana. Almennt líði slökkviliðsmönnum vel að vita af kapellunni við slökkvistöðina enda starfið þess eðlis að enginn veit hvað hver vinnudagur ber í skauti sér. Birgir vildi að lokum færa öllum þeim einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera, sem studdu við bakið á þessu verkefni bestu þakkir. Félögum sínum í slökkviliðinu vildi hann færa sérstakar þakkir fyrir að gera þennan draum að veruleika.