SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Nýi löggubíllinn í hættu þegar ruslabíllinn mætti í skrúðgönguna
Laugardagur 28. apríl 2018 kl. 06:00

Nýi löggubíllinn í hættu þegar ruslabíllinn mætti í skrúðgönguna

Skrúðganga á Sumardaginn fyrsta í Reykjanesbæ gekk vel en litlu munaði að hún færi í „ruslið“ í orðsins fyllstu merkingu. Skátafélagið hefur í áratugi séð um þennan viðburð og gert það mjög vel en skátarnir hafa alltaf haft lögregluna með sér til að leiða skrúðgönguna og flestum þykir nokkur hátíðarbragur á því.

Nú státaði Lögreglan á Suðurnesjum splunkunýjum Volvo lögreglubíl sem var í fararbroddi til að gangan gengi vel fyrir sig. Skondin uppákoma varð þó til þess að litlu munaði að stór sorphirðubíll æki á nýja lögreglubílinn og stoppaði auk þess gönguna því sorphirðumenn þurftu nauðsynlega að sækja sorptunnur við hús alveg við hringtorg Faxabrautar og Hringbrautar þegar gangan nálgaðist. Var sérstakt að sjá sorphirðumenn á harðahlaupum með bílinn stopp við hringtorgið. Lögreglumenn horfðu á þessa óvæntu uppákomu og hafa örugglega hugsað hvort ekki þyrfti að stoppa skrúðgönguna. En ruslakapparnir voru snöggir og rétt náðu að klára sitt verk og koma sér í burtu áður en skrúðgangan kom að hringtorginu. Og nýi löggubíllinn slapp líka en myndin sýnir nokkuð vel þessa spaugilegu uppákomu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025