Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Nýhætt að fela páskaeggin fyrir sonunum
Anna Lóa Olafsdóttir.
Föstudagur 18. apríl 2014 kl. 09:00

Nýhætt að fela páskaeggin fyrir sonunum

Ætlar að nota páskafríið í að hlaða batteríin.

„Ég held að páskarnir verði bara notaðir í að hlaða batteríin. Ég er alltaf bjarstýn og býst því við góðu veðri og nýti tímann í útivist; hjóla, synda eða labba,“ segir Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá MSS. Hún segist einnig ætla að slaka á, safna orku og jafna sig eftir námslokin. Framundan er törn vegna framboðsmála og því nauðsynlegt að vera vel undirbúin. 

Þá ætlar fjölskylda Önnu Lóu að hittast á föstudaginn langa og borða saman. „Við erum ótrúlega ítölsk og höfum haft ítalskt þema. Erum að spá í að breyta til en það er ekki ákveðið. Við höfum bakað ítölsk brauð og erum með ítalska rétti. Þetta er alltaf mjög vinsælt hjá öllum aldurshópum.“ 
 
Annars segir Anna Lóa að ekkert hefðbundið verði gert um páskana sem tengist hátíðinni. „Þetta á bara að vera góður tími andlega og líkamlega með fjölskyldu og vinum. Og fá sér góðan mat sem fer vel í maga.“ Hún segist þó ekki sleppa páskaeggjum. „Ég og synir mínir fáum páskaegg. Þeir eru 23 og 26 ára og ég er nýhætt að fela eggin fyrir þeim. Það skiptir miklu máli að vera meðvitaður um barnið í sér og hafa gaman að þessu. Páskaegg eru algjörlega nauðsynleg. Góður matur og páskaegg,“ segir Anna Lóa að lokum.  
Public deli
Public deli