NÝBURAR
Það er búið að vera annríki á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja undanfarna daga. Víkurfréttir hafa í samráði við fæðingardeildina ákveðið að birta reglulega nöfn þeirra foreldra sem eignast börn á deildinni í Keflavík. Þeim foreldrum á Suðurnesjum sem fæðast börn annars staðar en á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er velkomið að senda blaðinu upplýsingar til birtingar í þessum dálki. Brynju Sigurðardóttir og Jeremy Charles Wing fæddist stúlka 17. febrúar sl. Hún var 3630 gr. og 52 sm.Jónu Þórðardóttur og Halldóri K. Guðmundssyni fæddist drengur 18. febrúar sl. Hann var 4180 gr. og 54 sm.Margréti Valdimarsdóttur og Ara Leo Sigurðssyni fæddist stúlka 19. febrúar sl. Hún var 3285 gr. og 50 sm.Ásdísi Pálmadóttur og Páli Ketilssyni fæddist drengur 22.feb. sl. Hann var 3550 gr. og 51 sm.Maríu Ólöfu Sigurðardóttur og Jack Kristni Simpson fæddist drengur 23. feb. sl. Hann var 3660 gr. og 51 sm.Guðrúnu Ólafsdóttur Boyd og Magnúsi Ástþóri Ragnarssyni fæddist drengur 23. feb. sl. Hann var 2800 gr. og 51 sm.Lindu Helgadóttur og Sigmari Scheving fæddist drengur 23. feb. sl. Hann var 4000 gr. og 56 sm.