Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýársbarnið er stúlka
Föstudagur 4. janúar 2008 kl. 13:51

Nýársbarnið er stúlka

Nýársbarnið á HSS kom í heiminn að morgni miðvikudags 2. janúar, en um var að ræða litla stúlku, dóttur hjónanna Bjargar Maríu Ólafsdóttur og Gunnars Magnúsar Jónssonar, en fyrir eiga þau 9 ára dóttur og 6 ára son.


Daman mældist 50 cm og vó 3250 grömm og gekk fæðingin eins og í sögu að sögn móðurinnar. Fæðingin fór fram í nýlegu fæðingarbaðkari á fæðingardeild HSS og fóru þau Björg og Gunnar fögrum orðum um aðstöðuna á deildinni.


Að sjálfsögðu er búið að rýna í svipinn á þeirri litlu eftir ættareinkennum úr annarri hvorri ættinni en það var dálítið óljóst með það, allavegana fyrst um sinn.

Björg og Gunnar með áramótabarnið á HSS. VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024