Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 7. janúar 1999 kl. 22:08

NÝÁRSBARNIÐ

Nýársbarnið á Suðurnesjum fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 1. janúar 1999 kl. 10:59. Það var myndarleg 16,5 marka og 56 sentimetra stúlka sem þá leit dagsins ljós. Vigtin sýndi 4120 gr. Foreldrar stúlkunnar eru þau Brynja Oddgeirsdóttir og Vilhelm Eiðsson í Keflavík. Nú eru fjölskyldumeðlimirnir orðnir fimm, tveir bræður og lítil systir sem á næstu dögum munu flytja í stærra hús. Studeo Huldu færði foreldrum nýársbarnsins þriggja mánaða æfingakort, enda nauðsynlegt að líta upp úr barnauppeldinu og fá góða hreyfingu. Guðmundur Lárusson, stóri bróðir nýársbarnsins með systur sína í fanginu í hádeginu á þriðjudaginn þegar Víkurfréttir heimsóttu litlu prinsessuna. T.v. er það síðan hún Hulda Lár í Studeo Huldu að afhenda Brynju Oddgeirsdóttur, móður nýársbarnsins, gjafabréf á þriggja mánaða æfingakort fyrir foreldra barnsins.. VF-tölvumyndir: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024